Önnur þjónusta

Skammtímavistun

Forstöðumaður: Verkefnastjóri virkni

Staðsetning: Sólbrekka 28, 640 Húsavík

Sími: 464-1664

Skammtímavistun er rekin í Sólbrekku eina helgi í mánuði. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 segir að forráðamenn/aðstandendur skuli eiga kost á skammtímavistun fyrir fötluð börn sín. Skammtímavistun er ætlað að veita fötluðum tímabundna dvöl til hvíldar eða vegna erfiðra heimilisaðstæðna, svo sem vegna veikinda eða annars álags. Um reglubundna dvöl er að ræða samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Sótt er um þjónustu á þar til gerðum eyðublöðum.

AMS

Atvinna með stuðningi er árangursrík leið fyrir þá sem þurfa aðstoð við að fá vinnu á almennum vinnumarkaði.

Vinnubrögðin fela í sér víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og / eða líkamlegrar fötlunar, aðstoð við að finna rétta starfið og veita stuðning á nýjum vinnustað.

Markhópur: Einstaklingar með skerta starfsgetu sem þurfa aðstoð við atvinnuleit, þjálfun í starf og stuðning við að halda vinnu á almennum vinnumarkaði.

Þjónustan:

  • Þátttaka og þjálfun á almennum vinnumarkaði.
  • Aðstoð við öflun starfa með sömu réttindum og skyldum og almennt gerist.
  • Færni umsækjanda er höfð að leiðarljósi en ekki fötlunin.
  • Úrræði miðað að þörfum einstaklings.
  • Áhersla á góða samvinnu við atvinnurekendur.
  • Aðstoð við að mynda tengsl á vinnustað.
  • Stuðningur svo lengi sem þörf er á.
  • Byggt upp stuðningsnet á vinnustað.
  • Markvisst er dregið úr stuðningi, en vinnuveitandi og starfsmaður hafa þó áfram aðgang að ráðgjafa eftir þörfum.
  • AMS er umsjónaraðili vinnusamnings öryrkja.

 

Verkefnastjóri virkni er í forstöðu fyrir AMS.