Skammtímavistun

Skammtímavistun

Forstöðumaður: Verkefnastjóri virkni
Staðsetning: Sólbrekka 28, 640 Húsavík
Sími: 464-1664
 

Skammtímavistun er rekin í Sólbrekku eina helgi í mánuði. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 segir að forráðamenn/aðstandendur skuli eiga kost á skammtímavistun fyrir fötluð börn sín. Skammtímavistun er ætlað að veita fötluðum tímabundna dvöl til hvíldar eða vegna erfiðra heimilisaðstæðna, svo sem vegna veikinda eða annars álags. Um reglubundna dvöl er að ræða samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun.

Sótt er um þjónustu á þar til gerðum eyðublöðum sem má nálgast hér.