Fara í efni

Byggðafesta og búferlaflutingar- könnun

KÖNNUN Á ÍSLENSKU: www.byggdir.is
SURVEY IN ENGLISH: www.byggdir.is/english
ANKIETA W JĘZYKU POLSKIM: www.byggdir.is/polski

BYGGÐAFESTA OG BÚFERLAFLUTNINGAR

Nú er að fara í loftið könnun á búsetusögu, lífsgæðum og fyrirætlunum um framtíðarbúsetu í bæjum og þorpum á Íslandi.

Tilgangur könnunarinnar er að auka skilning á sérstöðu og
áskorunum þessara byggðarlaga og styðja við stefnumótun
og aðgerðir í byggðamálum.

Könnunin er hluti stærra rannsóknarverkefnis sem unnið er á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við rannsóknafólk við innlenda og erlenda háskóla.

Þessi fyrsta könnun nær til byggðarkjarna með færri en tvö þúsund íbúa utan suðvestursvæðis landsins. Aðrar kannanir munu ná til annarra tegunda byggðarlaga á landinu.

Á næstu dögum mun kynningarefni vegna könnunarinnar berast á öll heimili í viðkomandi byggðakjörnum en jafnframt verður könnunin kynnt á ýmsum vefmiðlum.

Það væri alveg frábært ef þið sem búsett eru í minni bæjum og þorpum væruð til í að svara þessari könnun fyrir okkur.

Sömuleiðis værum við afskaplega þakklát ef þið væruð til í að hjálpa okkur með því að deila þessum tengli meðal nágranna ykkar, t.d. í gegnum facebook hópa einstakra byggðarlaga.

Niðurstöður könnunarinnar verða birtar á margvíslegum vettvangi síðar á þessu ári.

https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/category/1/konnun-byggdafesta-og-buferlaflutningar-baeir-og-thorp-a-islandi