Sólstöðutónleikar Flygilvina

Kærkominn farfugl um sumarsólstöður
Skólahúsinu á Kópaskeri, laugardaginn 20. júní kl. 17:00
Aladár Rácz flytur tónlist eftir helstu meistara tónbókmenntanna, með Ludwig van Beethoven í fararbroddi. Aladár hefur margsinnis heiðrað okkur með einstakri spilamennsku sinni en nokkuð er síðan hann hefur leikið einleik og er þessi heimsókn einkar kærkomin. Hann er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir afburða píanóleik og hefur leikið einleik með sinfóníuhljómsveit og unnið með fjölmörgum listamönnum og hópum síðustu ár.
Verið hjartanlega velkomin á þessa fyrstu tónleika Flygilvina í tónleikaröð ársins, Flygilvinir færa sig upp á skaftið.
Miðaverð er kr 2.000 en ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Því miður er ekki er unnt að taka við greiðslu með kortum.
Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.
Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð