Fara í efni

Þorrablót á Kópaskeri

Kópasker er kúl segir í Kópasker the Musical og á laugardaginn kemur, þann 20. janúar er efnt til hins árlega þorrablóts í íþróttahúsi staðarins. Það er hljómsveit Einars Höllu og félagar sem leika fyrir dansi og greifinn Sveinbjörn Grétarsson hefur tekið að sér veislustjórn. Fjallalamb kokkar til glæsilegt þorrahlaðborð sem mun engan svíkja.

Þorrablótsnefndin segir að enn sé pláss fyrir skemmtiatriði og áhugasamir skuli hafa samband við Óla í nefndinni (olijongunn@gmail.com) .

Miðaverð verður 6.500 og nálgast má miða í Skerjakollu, frá og með mánudeginum 15. janúar, hægt er að hringja og panta í nr. 465-1150.

Rútuferð verður frá Fjöllum í Kelduhverfi að Kópaskeri ef næg þátttaka næst. Rútan mun kosta 2.500 krónur. Þeir sem hafa áhuga á því að nýta sér rútuna þurfa að hringja í Rúnar í síma 8463835 sem allra allra fyrst.

Skerjakolla verður með sjoppu á staðnum þar sem nálgast má söngvatn, bland, snakk og sælgæti.

Þorrablótsnefndin 2018 segist spennt fyrir laugardeginum og ef að líkum lætur munu spariklæddir þorrablótsgestir dansa og gleðjast svo lengi sem tónlistin ómar, jafnvel lengur.

Hér má sjá myndband skemmtinefndar 2016, Kópasker the Musical 

https://www.youtube.com/watch?v=TUxrDcqqB6g

BS