Tilkynning frá Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs

 
Ágætu hitaveitunotendur, vegna skorts á heitu vatni biðlum við til notenda að reyna að spara heita vatnið eins og kostur er, nú yfir sláturtíðina er aukin notkun hjá Fjallalambi, þannig að við erum í vandræðum með að afhenda nægt heitt vatn þennan tíma. Framkvæmdir standa yfir við aðal- dælustöð þannig að þetta stendur til bóta þegar þeirri vinnu lýkur.