Fæðingarorlof forstöðumanns

Á næstu dögum mun Selmdís Þráinsdóttir forstöðumaður fara í fæðingarorlof og Helga Sigurbjörnsdóttir tekur við í hennar fjarveru. Að því gefnu biðjum við ykkur að  hafa ekki samband við Selmdísi eftir að fæðingarorlof hennar hefst. Tölvupósti verður áfram svarað ásamt símtölum og smáskilaboðum. Starfseminni ætti því ekki að raska mikið.  Við viljum einnig minna á að á morgun fimmtudaginn 16.2 og föstudaginn 17.2 verður vetrarfrí í Túni.