Frístund hefst ekki mánudaginn 8. ágúst

Frístund hefst ekki mánudaginn 8. ágúst eins og áætlað var vegna of fárra skráninga. Staðan verður tekin aftur miðvikudaginn 10. ágúst og haft verður samband við þá foreldra/forráðarmenn sem óskuðu eftir vistun á þeim tíma. Við minnum á að rafrænt eyðublað fyrir skráningu má finna hér á heimasíðu Norðurþings. Fram að skóla starfar frístund frá 12:00 - 16:00 en eftir að skóli hefur verið settur er opið frá 13:00 - 16:00.