Fara í efni

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag,16. september 2011. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar og felst í því viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru. Við hvetjum alla til að nota daginn til að fræðast um náttúru landsins og bendum á að hér á safninu má finna upplýsingar um dýraríkið, jarðfræðina, jurtirnar og allt þar á milli. Verið velkomin :)