Fara í efni

Þjónusta

Útlán

Safnefni er lánað gegn framvísun bókasafnsskírteinis. Lánsskírteinið kostar 1900 kr. og gildir í 12 mánuði frá útgáfudegi.

Börn (yngri en 18 ára), ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá skírteini endurgjaldslaust. Lánsskírteinið má sá einn nota, sem það er gefið út á og þarf að sýna það í hvert skipti sem safnefni er fengið að láni. Lánstími bóka og tímarita er venjulega 30 dagar, margmiðlunardiskar og geislaplötur eru lánaðar út í 7 daga og myndbönd eru lánuð út í 2 daga. Fræðsluefni á mynddiski eða myndbandi er lánað í viku, endurgjaldslaust. 

Endurlán

Framlengja má lán á flestu safnefni, nema pöntun liggi fyrir frá öðrum lánþega. Hægt er að láta framlengja lánstíma gegnum síma.

Sektir

Ef bók, hljóðbók, tímariti eða geisladiski er haldið lengur en 30 daga reiknast 20 kr. sekt á dag á hvert safngagn, hámark 1000 kr. á hvert eintak.  Ef myndböndum eða DVD er haldið lengur en 2 daga reiknast 150 kr. sekt á dag á hverja mynd, en hámark 1000 kr. á hvert eintak.

Pantanir 

Safnefni í útláni er hægt að panta.  Einnig er boðið upp á millisafnalán frá öðrum bókasöfnum.

Ljósritun og prentun 

Á safninu á Húsavík er í boði ljósritunar- og prentþjónusta gegn gjaldi.

Tölvu- og Internetaðgangur

Á bókasafninu á Húsavík eru 2 tölvur með aðgengi að Interneti fyrir gesti safnsins gegn gjaldi.  Lánþegar hafa frían aðgang að Internetinu í 30 mín. á dag. Einnig er boðið uppá aðgang að þráðlausu interneti.

[Setja inn upplýsingar og samræma fyrir Kópasker og Raufarhöfn]