Fara í efni

Lesum meira á nýju ári!

Bókasafnið óskar safngestum, bókaunnendum, Þingeyingum og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári með þökkum fyrir liðið ár. Í upphafi árs er algengt að fólk reyni að bæta lífsvenjur sínar og kort í líkamsræktarstöðvar rjúka út sem heitar lummur. Því viljum við minna á að lestur er leikfimi hugans. Er þá ekki upplagt að hefja nýja árið með auknum lestri?