Kirknaganga við Öxarfjörð

Ferðafélagið Norðurslóð heldur þeim vana sínum að efna til gönguferðar á föstudaginn langa. Sá dagur er að þessu sinni 30. mars. Nú verður gengið frá Jökulsá á Fjöllum að Skinnastaðarkirkju. (4 km .)

Á leiðinni verður m.a. komið við í  Akurgerði, þar sem Guðmundur Örn Benediktsson fræðir fólk um skógræktina. Sr. Jón Ármann Gíslason sýnir göngufólki kirkjuna og segir sögu hennar. 

Í göngulok verður boðið upp á hressingu og síðan verða þeir sem ekki vilja ganga til baka ferjaðir á upphafsstað.  Mæting við gatnamótin á Hraununum austan við brúna (við veginn upp á Hólssand) kl. 13:00.  Ferðafélagið hvetur til góðrar mætingar í hressandi og skemmtilega útivist.