Fara í efni

Áhugavert námskeið!

Kannt þú að lesa? Áhugavert samstarf Bókasafns og Þekkingarnets   Yndislestur á Bókasafninu á Húsavík með Eyrúnu Tryggvadóttur. Í leshringnum verða lesnar fjórar til sex bækur. Áhersla verður lögð á nýlegar íslenskar skáldsögur sem ýmist hafa litla athygli fengið eða verið umdeildar. Rithöfundar munu heimsækja hópinn og ræða um verk sín.   Námskeiðið hefst 10. febrúar kl. 18:30-20:00 og er síðan aðra hverja viku til 7. apríl. Verð: 19.500,-   Skráningarfrestur er til 4. febrúar 2011.  Skráning í síma 464-5100 og á hac@hac.is