Fara í efni

Breytingar um áramót

Starfsfólk Bókasafnsins á Húsavík óskar lánþegum og landsmönnum öllum gleðilegs nýárs með þökkum fyrir síðastliðið ár. Með nýju ári verða þær breytingar að opnunartími safnsins breytist lítillega, en framvegis verður opið 11:00-17:00 mánudaga og föstudaga en 10:00 - 18:00 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga eins og verið hefur. Þá verða einnig mannabreytingar á safninu en Sigrún Kjartansdóttir lét af störfum um áramót og í hennar stað kemur Bryndís Sigurðardóttir bókavörður.