Fara í efni

Dagur læsis

Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í tilefni dagsins viljum við hvetja alla, unga sem aldna, til að lesa sem mest! Blindrabókasafn Íslands vill jafnframt nota daginn til að vekja athygli á lesblindu og býður öllum að nálgast frítt hljóðbókina Náðargáfan lesblinda á vef sínum, sjá bbi.is Endilega komið við á Bókasafninu í dag, við eigum nóg af lesefni, allir velkomnir.