Fara í efni

Dagur læsis!

Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í yfirlýsingu frá UNESCO segir að læsi teljist til grunnlífsleikni og því lýst yfir að læsi sé kjarni alls náms og varði því alla. Í tilefni dagsins viljum við hvetja alla, unga sem aldna, til að lesa sem mest! Engu skiptir hvort lesnir eru léttir textar eða erfiðari, allur lestur skiptir máli og einhvers staðar verður að byrja!   Á degi læsis er fólk hvatt til að lesa upp fyrir hvert annað, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota málið til ánægjulegra samskipta. Hvort sem þú stautar þig í gegnum stafrófið eða rennir léttilega yfir Halldór Laxness, taktu þér þá bók í hönd og hafðu gaman af :)   Lestrarstund er gæðastund!