Fara í efni

Kjötvinnsla á Gilsbakka

Næsta verkefni sem verður kynnt hér heitir „Kjötvinnsla á Gilsbakka“ óhætt er að segja að á komandi árum verður komin skemmtilegur áfangastaður og fjölbreytt starfsemi „þarna upp frá“  kjötvinnsla á Gilsbakka og ullarvinnsla á Gilhaga.

Kjötvinnsla á Gilsbakka

Verkefnið hefur tvisvar sinnum fengið úthlutaðan styrk frá Öxarfjörður í sókn og gengur það út á að breyta ónotað húsnæði á bænum í kjötvinnslu, en þá er stefnt að því að slátra áfram hjá Fjallalambi en taka lamba-og ærskrokka heim í frekari vinnslu.

Stefna þau að því að vera með eftirfarandi vöruúrval: meyrt lambakjöt sem er búið að hanga, hangikjöt, grillkjöt, ærfille, ærlundir, bjúgur og kindapylsur. Búið er að þróa tvær mismunandi tegundir af kindapylsum.  Pylsurnar eru með mjög hátt kjötinnihlald eða um 98%. Þau munu einnig leggja áherslu á að vinna ærkjötið vinna ærkjötið en lambakjötið verður látið hanga svo það verði meyrt og síðan sagað eftir óskum kaupandans. Til að byrja með verður lambakjötið þó aðallega selt í heilum skrokkum.

Breytingar á húsnæðinu er langt á veg komnar og vonast þau til að allt verði klárt í febrúar-mars 2019. Húsnæðið var bara fokhelt og því þurfti að fara í miklar aðgerðir.

Þau eru þegar farin að kynna sínar vörur m.a. voru þau með kynningu á Jólamarkaðinn á Þórshöfn í nóvember s.l.