Fara í efni

Kringum Lón í Kelduhverfi

Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir haustgöngu á morgun, laugardaginn 12. október, í kringum Lón í Kelduhverfi. Gengið verður frá Fjallahöfn suður hlíðina vestan Lónanna en þaðan er gott útsýni yfir Lónin. Sunnan lónanna verður litið eftir uppsprettum og svo verður þessum 11 km hring lokað með því að ganga norður Flæðarnar austan Lónanna.
Mæting kl. 13:00 á bílastæði í Fjallahöfn, skammt austan brúar yfir Lónsós.
Spáð er hægviðri og víða léttskýjuðu á morgun. Mætum vel í hressandi útivist og ekki sakar að hafa með sér drykk og nestisbita