Fara í efni

Tónlistarveisla í skólahúsinu á Kópaskeri föstudaginn 16. ágúst kl. 20:00

Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari og Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, sækja Kópasker heim.

Fjölbreytt og falleg dagskrá erlendra og íslenskra laga fyrir alla aldurshópa!
Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Tónaland, tónleikaröð á landsbyggðinni á vegum Félags íslenskra tónlistarmanna. Röðin er styrkt af Tónlistarsjóði. Tónleikarnir eru jafnframt þeir síðustu í tónleikaröð Flygilvina 2019, „Áfram skal haldið á sömu braut“, sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Tónlistarsjóði.

Miðaverð er 2.000 kr, en ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Því miður er ekki unnt að taka við greiðslu með kortum.
Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð