Opið fyrir umsóknir í frístund

Opið er fyrir umsóknir í frístund í Túni á Húsavík fyrir krakka í 1-4 bekk fyrir skólaárið 2017-2018.
Sótt er um með að fylla út rafrænt eyðublað á heimasíðu Norðurþings sem nálgast má hér.
Fyrsti opnunardagur í frístund verður fyrsta skóladag (23.ágúst).

Boðið er uppá hálfa eða fulla vistun. 
Full vistun er alla opnunardaga frá 13 (eða skólalok) til kl 16.00
Hálf vistun er allt að 3 dagar í viku, frá kl 13 (eða skólalok) til kl. 16.00.
Gjaldskrá Túns fyrir árið 2017 má sjá hér og er síðdegishressing innifalin í gjaldinu.

Boðið verður uppá opið hús í Túni fyrir foreldra og krakka sem vilja kynnast aðstöðunni og starfsfólkinu. Tímasetning auglýst síðar en stefnt er á að hafa opið hús í tengslum við skólasetningu.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá í síma Túns - 663 5290,
hjá Kjartani Páli ,íþrótta- og tómstundafulltrúi kjartan@nordurthing.is

Einnig er bent á heimasíðu frístundar nordurthing.is/tun