Fara í efni

Plássum bætt við

Á 4. fundi æskulýðs- og menningarnefndar 15. september síðastliðinn var ákveðið að bæta við fimm plássum og einum starfsmanni til að komast til móts við foreldra barna í 1-4. bekk í grunnskóla. Ákveðið var að forgang hefðu börn með sérþarfir, börn í 1.bekk og þeir foreldrar sem óskuðu eftir fullri vistun. Þessa dagana er unnið í því að fara yfir umsóknir og hafa samband við þá foreldra/forráðarmenn sem hljóta vistun. Nánari upplýsingar síðar.