Breyting á fjarskiptum; lokun 2G og 3G farsímaþjónustu um áramót 2025
29.09.2025
Tilkynningar
Fjarskiptastofa hefur staðfest að 2G og 3G farsímaþjónusta á Íslandi verður aflögð í áföngum og að fullu hætt fyrir árslok 2025.
Íbúar Norðurþings sem nota einhvers konar tæki sem treysta á 2G eða 3G samskiptaleiðir eru hvattir til að hafa samband við sitt fjarskiptafélag til þess að fá upplýsingar um þjónustuframboð og ráðleggingar um næstu skref.
Byggðarráð Norðurþings fjallaði um málið á síðasta fundi sínum og lagði áherslu á að farsímaþjónusta og samband verði með sömu dreifingu og áður var, ráðið beindi því til stjórnvalda að sinna skyldum sínum.
Helstu áhrif lokunar 2G og 3G eru eftirfarandi:
- Símtæki sem eingöngu styðja 2G eða 3G hætta að virka.
- Símtæki sem ekki styðja VoLTE (Voice over LTE) eða hafa ekki virkjað þá stillingu hætta að virka.
- Ýmis tæki til vöktunar, mælinga og stýringar, sem eingöngu styðja 2G eða 3G hætta að virka.
- eCall neyðarhringingakerfi í bifreiðum sem eingöngu styður 2G eða 3G hætta að virka. Tekið skal fram að aðeins hluti bifreiða í notkun í dag er með eCall búnað. Ný tegund eCall búnaðar er í þróun.