Ný vefsíða fyrir Öxarfjarðarhérað!

Nýja vefsíðan lítur vel út.
Nýja vefsíðan lítur vel út.

Fyrir um ári var ákveðið að fara af stað með það verkefni að fá nýja vefsíðu fyrir Öxarfjarðarhérað. Mikilvægt er að fyrir svæðið sé góð síða í boði til að koma upplýsingum á framfæri ásamt því að þar er hægt að setja inn allskonar aðrar fréttir sem tengjast svæðinu. 

Ákveðinn hópur tók að sér verkið og var það unnið í samráði við Silju Jóhannesdóttur verkefnastjóra Öxarfjarðar í sókn. Vonandi verður síðan til gagns og gamans.