Kópasker í Landandum

Melar
Melar

Í Landanum sunnudagskvöldið 22. apríl mátti sjá Hildi Óladóttir húsfreyju á Melum segja frá sínu merkilega verkefni sem felst í að gera upp elsta íbúðarhúsið á Kópaskeri. Þar ætlar hún og fjölskylda hennar að selja gistingu og verður spennandi að sjá þetta fallega hús öðlast reisn og líf að nýju. Það er Jón Kristján bróðir Hildar sem hefur verið hennar helsta hjálparhella við endurbæturnar en að sögn hennar hafa fleiri fjölskyldumeðlimir lagt gjörva hönd á plóg. Og þó endurbætur séu komnar vel af stað er langur vegur eftir. Í sumar stendur til að byggja tvo heita potta fyrir neðan húsið en þeir munu vera aðgengilegir bæði bæjarbúum og gestum Mela, það verður ekki amalegt að skella sér í sjóinn og hlýja sér svo í heitum potti, nánast í flæðarmálinu.

Í þættinum má sjá allskonar dýrgripi sem fundist hafa inn í veggjum og kann Hildur ýmsar sögur að segja af þeim.

Það er mikil vinna og dýrt að gera upp gamalt hús og hafa endurbætur hússins verið styrktar af verkefninu „Öxarfjörður í sókn“ en það var einmitt hvatinn að heimsókn Birnu Pétursdóttur fréttakonu til Kópaskers, að fræðast um verkefnið og flytja fréttir af svæðinu.

Hér að neðan er tengill á þáttinn en umfjöllunin um Mela og Öxarfjörð í sókn hefst á níundu mínútu.

 http://www.ruv.is/spila/ruv/landinn/20180422 

BS