Nýr aðili hefur tekið við flösku- og dósamóttöku á Kópaskeri
23.04.2025
Tilkynningar
Nýr aðili hefur tekið við flösku- og dósamóttöku á Kópaskeri en það er Bjarni Þór Sívertsen Geirsson sem hefur tekið við. Í litlu samfélagi, eins og okkar, er mjög mikilvægt að hafa einhvern á staðnum til að sjá um þessa móttöku. Bæði er það til að halda sóun í lágmarki sem og að hvetja til endurvinnslu. Einnig hafa ekki allir möguleika á að koma sínum flöskum og dósum yfir lengri veg til endurvinnslu og því mjög gott að hafa auðvelt og þægilegt aðgengi að þessari þjónustu innan svæðisins.
Þetta er því mjög jákvætt skref og eru allir hvattir til að nýta sér þessa þjónustu þar sem hún er allt annað en sjálfsögð hjá okkur.
Móttakan er staðsett í gámi á Röndinni. Hann er staðsettur um miðbik Randarinnar, rétt eftir að komið er inn á malarveginn. Það er þessi fallegi gámur sem sést á myndunum.
🕒 Opnunartímar:
Þriðja hvern mánudag í hverjum mánuði frá 15-18
📞 Phone: 845-9376
Utan opnunartíma er hægt að heyra í Bjarna í þessu númeri
