Fara í efni

Stórkostlegur árangur í Bréf til bjargar lífi árið 2017

Í desember fór fram hið árlega bréfamaraþon Amnesty International, eða Bréf til bjargar lífi eins og verkefnið nefnist nú. Tvo föstudaga í desember var hægt að skrifa undir í Skerjakollu á Kópaskeri og var skrifað undir rúmlega 200 bréf.

Nú voru þessar fréttir að berast frá Amnesty:


Elsku, frábæru mannréttindavinir,
Aldrei hafa fleiri Íslendingar lagt mannréttindabaráttunni lið í hinni árlegu herferð Amnesty International Bréf til bjargar lífi eins og árið 2017. Alls voru tíu mál einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttindabrotum tekin fyrir og söfnuðust hvorki meira né minna en 94.546 undirskriftir, bréf, stuðningskveðjur, sms- og netáköll þolendunum til stuðnings. Það verður að teljast undraverður árangur enda var Ísland á pari við undirskriftasafnanir í löndum eins og Svíþjóð og Bandaríkin, lönd sem telja milljónir og hundruð milljóna íbúa. Þessi einstaki samstöðumáttur Íslendinga er þakkarverður og við vitum að hann skilar raunverulegum breytingum í lífi þeirra sem minnst mega sín. Við hefðum aldrei getað náð þessum stórkostlega árangri nema með ykkar góðu aðstoð.
 
Hvert og eitt ykkar eru einstakar manneskjur. Það eru ekki allir tilbúnir að gefa svona mikið af tíma sínum og orku í mannréttindabaráttuna og það segir mikið til um það hvernig þið eruð innréttuð að þið skulið mörg hver gefa liðstyrk ykkar á hverju einasta ári í þágu þolenda mannréttindabrota. Takk og aftur þúsund sinnum takk!
 
Hér má lesa frétt um árangurinn á Bréf til bjargar lífi árið 2017: https://www.amnesty.is/starfid-okkar/frettir/metthatttaka-islendinga-i-bref-til-bjargar-lifi-arid-2017

HG