Fara í efni

Uppfærð viðbragðsáætlun vegna mögulegs eldgoss í Bárðarbungu

Síðastliðinn vetur kynnti Veðurstofan nýjar upplýsingar varðandi hermun á flóðamálum frá Bárðarbungu, annarsvegar niður Jökulsá á Fjöllum og hins vegar niður Skjálfandafljót, kæmi til eldgoss undir henni.
Var því fylgt eftir með íbúafundum sl. vor í Ýdölum og Skúlagarði sem voru mjög vel sóttir.
Í kjölfarið kynntu Almannavarnir að uppfærsla yrði gerð á þeirri viðbragðsáætlun sem til er vegna eldgoss í Bárðarbungu þar sem sérstaklega yrðu uppfærð öll gögn er varða rýmingar á svæðunum með tilliti til nýju gagnanna.
Nú er þeirri vinnu lokið og uppfærð áætlun litið dagsins ljós og er hún hér meðfylgjandi.