Fara í efni

Öxarfjörður í sókn

Byggðarlagið við Öxarfjörð liggur frá vestanverðri Melrakkasléttu til og með Kelduhverfi.

Öxarfjarðarhérað var tekið inn í verkefnið Brothættar byggðir í enda árs 2015 og formlega sett á laggirnar með íbúaþingi þriðju helgina í janúar 2016 og heldur verkefnið áfram út 2020. Hlaut verkefnið þá nafnið „Öxarfjörður í sókn“

Hófst verkefnið með afar vel sóttu íbúaþingi í janúar 2016. Alls voru 19 málaflokkar til umræðu á íbúaþinginu. Þar vó þyngst umræða um raforku, ljósleiðara og útvarpssendingar, en nánast jafn hátt skoraði umræða um grunnstoðir sveitarfélagsins og þjónustu. Í þriðja sæti voru ferðamál, enda brýnt að nýta tækifæri ferðaþjónustu sem allra best á svæðinu. Segja má að í stuttu máli hafi niðurstaðan verið sú að til að efla byggð við Öxarfjörð eigi að byggja á sérstöðu svæðisins, nýta sóknarfæri sem felast m.a. í matvælavinnslu, ferðaþjónustu og jarðhita og að standa vörð um grunnþjónustuna.

Meginmarkmið verkefnisins sem unnið er eftir:
-Framsækni í matvælaframleiðslu
-Framandi áfangastaður
-Uppbyggilegt samfélag
-Öflugir innviðir

Öxarfjarðarhérað er afar gjöfult landbúnaðarsvæði með megin áherslu á sauðfjárrækt, jafnframt eru einnig öflug fiskeldi á svæðinu ásamt öðru sem snýr að notkun lands til framleiðslu. Mikil sóknarfæri eru í frekari nýtingu á jarðhita til t.d. grænmetisræktunar o.fl. en einnig á sviði ferðaþjónustu.
Í Öxarfjarðarhéraði eru að finna meðal helstu náttúruperlur landsins svo sem Ásbyrgi og Hljóðaklettar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Vorið 2015 var Silja Jóhannesdóttir ráðin í ársbyrjun 2016. Í ársbyrjun 2018 tók Bryndís Sigurðardóttir við verkefnisstjórastöðunni og sinnti því til hausts 2018 þegar hún fékk stöðu sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps. 

Verkefnisstjóri er Charlotta Englund (lotta@atthing.is).

Í verkefnisstjórn sitja:
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings
Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga,
Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings (Páll Björgvin Guðmundsson leysir af 2018)
Stefán H. Grímsson og Salbjörg Matthíasdóttir f.h. íbúa
Kristján Þ. Halldórsson og Eva Pandora Baldursdóttir frá Byggðastofnun.

Veittir eru verkefnastyrkir og stuðningur á vegum Brothættra byggða til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna á þeim svæðum sem taka þátt. Umsóknareyðublöð má finna hér að neðan en næsta úthlutun mun eiga sér stað í ársbyrjun 2019. Einnig má finna ítarlegri upplýsingar um starfsmarkmið verkefnisins undir „framtíðarsýn og markmið“. Undir “frumkvöðlar og verkefni” má finna áhugaverðar greinargerðir um verkefni sem eru styrkt af ÖÍS.

Frekari upplýsingar um verkefnið, fundargerðir, umsóknareyðublöð o.fl. má finna á heimasíðu Atvinnuþróunarfélagins:
http://www.atthing.is/samstarfsverkefni/brothaettar-byggdir/oxarfjordur-i-sokn

Fésbókarsíða verkefnisins er:
https://www.facebook.com/raufarhofnogframtidin/