Fréttir
-
Kópasker í Landandum
23.04.2018 TilkynningarÍ Landanum sunnudagskvöldið 22. apríl mátti sjá Hildi Óladóttir húsfreyju á Melum segja frá sínu merkilega verkefni sem felst í að gera upp elsta íbúðarhúsið á Kópaskeri. Þar ætlar hún og fjölskylda hennar að selja gistingu og verður spennandi að sjá þetta fallega hús öðlast reisn og líf að nýju. Það er Jón Kristján bróðir Hildar sem hefur verið hennar helsta hjálparhella við endurbæturnar en að sögn hennar hafa fleiri fjölskyldumeðlimir lagt gjörva hönd á plóg. Og þó endurbætur séu komnar vel af stað er langur vegur eftir. Í sumar stendur til að byggja tvo heita potta fyrir neðan húsið en þeir munu vera aðgengilegir bæði bæjarbúum og gestum Mela, það verður ekki amalegt að skella sér í sjóinn og hlýja sér svo í heitum potti, nánast í flæðarmálinu. -
Þríleikurinn um Auði djúpúðgu
07.04.2018 TilkynningarVilborg Davíðsdóttir heimsækir Kópasker miðvikudaginn 11. apríl. Hún kynnir bækurnar sínar um Auði í Skjálftasetrinu kl. 20:00. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. -
Kirknaganga við Öxarfjörð
26.03.2018 TilkynningarFerðafélagið Norðurslóð heldur þeim vana sínum að efna til gönguferðar á föstudaginn langa. Sá dagur er að þessu sinni 30. mars. Nú verður gengið frá Jökulsá á Fjöllum að Skinnastaðarkirkju. (4 km .) Á leiðinni verður m.a. komið við í Akurgerði, þa... -
Metfjöldi umsókna
23.03.2018 TilkynningarFjórðu úthlutun á vegum verkefnisins Öxarfjörður í sókn er nú lokið en alls bárust tólf umsóknir. Til ráðstöfunar voru sjö milljónir en níu verkefni af tólf fengu styrk. Úthlutunarreglur eru í samræmi við verkefnislýsingu og skilaboð íbúaþings og voru umsóknir metnar á eftirfarandi flokkum á skalanum 1-5 og hæsta mögulega einkunn er 100. -
Ýmislegt á döfinni hjá Norðurhjara
22.03.2018 Tilkynningar„Nú æjum við fyrst ögn”, áfangastaðaþing Norðurhjara verður haldið í Öxi á Kópaskeri föstudaginn 13. apríl kl. 13:00. Aðalefni fundarins verður kynning á endurskoðaðri áfangastaðaáætlun Norðurhjara, sem var fyrst gerð 2012 og 2013 en uppfærð í lok síðasta árs. Auk þess verða fleiri fyrirlestrar og innlegg, m.a. frá Minjastofnun Íslands. Verkefnið Öxarfjörður í sókn styrkir verkefnið. Dagskrá verður send út fljótlega, skráning á nordurhjari@simnet.is.