Fara í efni

Fréttir

Alltaf eitthvað nýtt á safninu!

Arsenikturninn eftir Anne B. Ragde er komin í hús. Ragde er þekktust fyrir hinn frábæra þríleik um Neshov fjölskylduna. Einnig eru komnar bækurnar Blóðnætur eftir Åsu Larsson, Það sem ég sá og hvernig ég laug eftir Judy Blundell og Einmana prímtölur eftir Paolo Giordano.
07.10.2010
Tilkynningar

Upplestur fyrir börn!

Föstudaginn 1. október, kl. 10:00 mun rithöfundurinn Helga Jóhanna Úlfarsdóttir kynna bækur sínar, Nonnasögur, og lesa fyrir börn. Krakkar af Grænuvöllum ætla að mæta en upplesturinn er að sjálfsögðu öllum opinn. Hentar best fyrir börn á aldrinum 3-6 ára. Nánar má lesa um bækur Helgu Jóhönnu á heimasíðu hennar: http://nonnasogur.is. Aðgangur ókeypis. Verið velkomin!
30.09.2010
Tilkynningar

Komdu á bókasafnið!

Á bókasafninu er hægt að: Fá lánaðar bækur, fá aðstoð við heimildaleit, fara á netið, leigja DVD myndir og myndbönd, ljósrita og prenta, lesa blöð og tímarit og fá upplýsingar um allt milli himins og jarðar! Allir velkomnir
22.09.2010
Tilkynningar

DVD - helgartilboð á bókasafninu!!!

Vegna veðurs verða allar DVD myndir til útleigu á kr. 200 fimmtudag og föstudag. Fyrstur kemur, fyrstur fær!
16.09.2010
Tilkynningar

Bókin heim!

Bókasafnið býður upp á heimsendingarþjónustu bóka annan hvern föstudag, endurgjaldslaust, fyrir eldri borgara og aðra sem ekki komast í safnið. Nánari upplýsingar fást á bókasafninu í síma 4646165.
10.09.2010
Tilkynningar

Dagur læsis

Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í tilefni dagsins viljum við hvetja alla, unga sem aldna, til að lesa sem mest! Blindrabókasafn Íslands vill jafnframt nota daginn til að vekja athygli á lesblindu og býður öllum að nálgast frítt hljóðbókina Náðargáfan lesblinda á vef sínum, sjá bbi.is Endilega komið við á Bókasafninu í dag, við eigum nóg af lesefni, allir velkomnir.  
08.09.2010
Tilkynningar

Nýtt efni!

Það er alltaf eitthvað nýtt á bókasafninu! Ákveðið hefur verið að endurvekja þann sið að bæta upplýsingum um nýtt efni reglulega inn á heimasíðuna, það má skoða hér. Athygli er vakin á að með einum músarsmelli má sjá hvort viðkomandi safnefni er í útláni eða inni á safninu :)
03.09.2010
Tilkynningar

1. september!

Er ekki gott að kúra með góða bók í haustmyrkrinu? Verið velkomin á bókasafnið, við höfum eitthvað fyrir alla!
01.09.2010
Tilkynningar

Helgin nálgast!

Endilega komið og náið í afþreyingu fyrir helgina, mikið úrval af kvikmyndum fyrir börn og fullorðna og að sjálfsögðu allt fullt af bókum! Allir velkomnir :)
27.08.2010
Tilkynningar

Gott er að lesa í rigningu

Hvað er betra en kúra með góða bók í rigningunni? Komdu við á bókasafninu, við höfum eitthvað við allra hæfi.
17.08.2010
Tilkynningar

Afleysingu að ljúka

Forstöðumannsskipti verða á Bókasafninu á mánudaginn 16. ágúst. Eyrún Ýr Tryggvadóttir kemur aftur úr leyfi og Guðrún Kristín Jóhannsdóttir hverfur til annarra starfa. Verið ávallt velkomin á Bókasafnið.
12.08.2010
Tilkynningar

Bækur og myndir

Velkomin til okkar á Bókasafnið. Við höfum örugglega eitthvað við þitt hæfi.
03.08.2010
Tilkynningar