Fréttir

Föstudagsgetraun!

Í dag verður skemmtileg getraun í gangi á bókasafninu. Þeir sem svara öllum spurningum rétt fá fría DVD mynd yfir helgina  - allir velkomnir :)  
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag,16. september 2011. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar og felst í því viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru. Við hvetjum alla til að nota daginn til að fræðast um náttúru landsins og bendum á að hér á safninu má finna upplýsingar um dýraríkið, jarðfræðina, jurtirnar og allt þar á milli. Verið velkomin :)
Lesa meira

OFUR - SÚPER - MEGA TILBOÐ Á DVD!

Valdar myndir til útleigu á aðeins 100 kr.- í dag og á morgun. Þarf ekki að skila fyrr en á mánudag :)
Lesa meira

Dagur læsis!

Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í yfirlýsingu frá UNESCO segir að læsi teljist til grunnlífsleikni og því lýst yfir að læsi sé kjarni alls náms og varði því alla. Í tilefni dagsins viljum við hvetja alla, unga sem aldna, til að lesa sem mest! Engu skiptir hvort lesnir eru léttir textar eða erfiðari, allur lestur skiptir máli og einhvers staðar verður að byrja!   Á degi læsis er fólk hvatt til að lesa upp fyrir hvert annað, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota málið til ánægjulegra samskipta. Hvort sem þú stautar þig í gegnum stafrófið eða rennir léttilega yfir Halldór Laxness, taktu þér þá bók í hönd og hafðu gaman af :)   Lestrarstund er gæðastund!
Lesa meira

Eitthvað fyrir alla!

Það má finna lesefni við allra hæfi á bókasafninu, og alltaf bætast við nýjar bækur :)                      
Lesa meira

Vinningshafar í lestrarátaki 2011

Nú hefur verið farið yfir innsendar lestrardagbækur í sumarlestrarátaki bókasafnsins. Alls skráðu 37 börn sig til leiks en aðeins hluti þeirra skilaði lestrardagbókum sínum aftur á safnið að átaki loknu. Veitt eru verðlaun fyrir flestar lesnar blaðsíður (lestrarhestur ársins) og flestar heimsóknir (sumargestur ársins), auk þess sem dregnir voru út nokkrir smávinningar. Steinarr Bergsson sigraði í báðum flokkum og hlaut bókaverðlaun. Alls las hann 2351 blaðsíðu. Aðrir vinningshafar geta vitjað vinninga sinna hér á bókasafninu. Þeir eru: Jóhannes Óli Sveinsson Isabella Pálmadóttir Oddfríður Ýr Hannesdóttir Patrycja Olenska Þorri Gunnarsson Ásrún Vala Kristjánsdóttir - Steinarr Bergsson hæstánægður vinningshafi ! Bókasafnið á Húsavík óskar öllum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna.  
Lesa meira

Allra síðasti séns til að skila lestrardagbókum!!

Þar sem margir eiga eftir að skila inn lestrardagbókum fyrir sumarlestrarátakið höfum við frestað útdrætti vinninga til morguns. Hvetjum alla sem tóku þátt til að skila inn til að eiga möguleika á skemmtilegum glaðningi :)    
Lesa meira

Sumarlestur - sumarlestur! Minnum á að í dag er síðasti dagur lestrarátaksins sem staðið hefur yfir í sumar, munið að skila inn bókunum til að eiga möguleika á glaðningi!! :)

Lesa meira

Uppfærsla Gegnis

Lesa meira

Frábært DVD-tilboð á fimmtudag og föstudag!

Lesa meira