Fara í efni

Fréttir

Vinningshafi í lestrarátaki!

Nú er lestrarátaki febrúarmánaðar lokið hér á bókasafninu og var þátttaka nokkuð góð. Í dag var dreginn út vinningshafi sem hlaut bók að gjöf. Sá heppni heitir Eysteinn Orri Árilíusson, 12 ára. Við þökkum öllum þátttakendum fyrir að vera með :)
01.03.2011
Tilkynningar

Nýtt DVD og hljóðbækur!

Er ekki kominn tími til að kíkja á bókasafnið?
10.02.2011
Tilkynningar

Áhugavert námskeið!

Kannt þú að lesa? Áhugavert samstarf Bókasafns og Þekkingarnets   Yndislestur á Bókasafninu á Húsavík með Eyrúnu Tryggvadóttur. Í leshringnum verða lesnar fjórar til sex bækur. Áhersla verður lögð á nýlegar íslenskar skáldsögur sem ýmist hafa litla athygli fengið eða verið umdeildar. Rithöfundar munu heimsækja hópinn og ræða um verk sín.   Námskeiðið hefst 10. febrúar kl. 18:30-20:00 og er síðan aðra hverja viku til 7. apríl. Verð: 19.500,-   Skráningarfrestur er til 4. febrúar 2011.  Skráning í síma 464-5100 og á hac@hac.is  
28.01.2011
Tilkynningar

Vissir þú...

... að ef þú tekur DVD eða myndbönd að láni á fimmtudegi má hafa það fram á mánudag!
27.01.2011
Tilkynningar

Nýtt efni á DVD !!!

Nokkar nýjar Dvd-myndir fyrir börn og fullorðna hafa bæst við safnkostinn í þessari viku. Er ekki kominn tími til að líta við á bókasafninu?
14.01.2011
Tilkynningar

Fékkst þú engar bækur í jólagjöf?

Vantar þig eitthvað að lesa? Komdu þá á bókasafnið!
10.01.2011
Tilkynningar

Breytingar um áramót

Starfsfólk Bókasafnsins á Húsavík óskar lánþegum og landsmönnum öllum gleðilegs nýárs með þökkum fyrir síðastliðið ár. Með nýju ári verða þær breytingar að opnunartími safnsins breytist lítillega, en framvegis verður opið 11:00-17:00 mánudaga og föstudaga en 10:00 - 18:00 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga eins og verið hefur. Þá verða einnig mannabreytingar á safninu en Sigrún Kjartansdóttir lét af störfum um áramót og í hennar stað kemur Bryndís Sigurðardóttir bókavörður.    
03.01.2011
Tilkynningar

DVD-tilboð vegna veðurs!!!

Nú spáir hann illa og af því tilefni erum við með 2 fyrir1 tilboð á öllum DVD myndum til útleigu í dag og á morgun! Verið velkomin á Bókasafnið.
16.12.2010
Tilkynningar

Vantar þig eitthvað að lesa?

Komdu þá á bókasafnið - nýjar bækur streyma inn!
14.12.2010
Tilkynningar

Upplestur tókst vel!

Hinn árlegi jólabókaupplestur var haldinn hér á safninu í gærkvöldi en þá hlýddu á þriðja tug manns á upplestur rihöfundanna Lilju Sigurðardóttur og Þórunnar Erlu-Valdimars, auk þess sem lesararnir Halla Loftsdóttir, Rannveig Benediktsdóttir og Erla Sigurðardóttir lásu úr nýútkomnum bókum ýmissa höfunda.              
10.12.2010
Tilkynningar

Jólaföndursýning á bókasafninu!

 29. nóvember til 3. desember stendur yfir okkar árvissa föndursýning - sjón er sögu ríkari, allir velkomnir.
29.11.2010
Tilkynningar