Fara í efni

Fréttir

Viltu syngja með okkur?

Í dag, miðvikudaginn 21. nóvember verður haldin fyrsta söngæfing til að undirbúa aðventuhátíð á Kópaskeri 2. desember. Kórstjóri er Louise Price. Æfingin er í skólahúsinu á Kópaskeri kl. 18:00. Önnur æfing verður líklega 28. nóvember og svo 2. desember. Líflegur og skemmtilegur stjórnandi, mikið hlegið á æfingum. Má bjóða þér að vera með? Allir velkomnir. Kirkjukór Snartastaðasóknar
21.11.2018
Tilkynningar

Tónleikar í skólahúsinu á Kópaskeri sunnudaginn 25. nóv

Einu sinni á ágústkvöldi Úr smiðju Jónasar og Jóns Múla Árnasona Skólahúsinu á Kópaskeri, sunnudaginn 25. nóv. kl. 16:00 Fram koma: Þórhildur Örvarsdóttir söngur, Pálmi Óskarsson söngur og Helga Kvam píanó
20.11.2018
Tilkynningar
Spunaverksmiðja við Öxarfjörð

Spunaverksmiðja við Öxarfjörð

Það var við fyrstu úthlutun styrkja á vegum Öxarfjarðar í sókn, haustið 2016, sem áhugahópur um spunaverksmiðju við Öxarfjörð fékk rausnarlegan styrk til að þróa hugmyndina. Í fyrstu var hugmyndin að byggja stóra verksmiðju sem gæti framleitt mýkra band en hingað til hefur verið á markaðnum, úr íslenskri ull með íblöndu af Mongólskri ull. Hópurinn á þessum tíma samanstóð af þáverandi formanni Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga Einari Ófeigi Björnssyni, Birni Víkingi Björnssyni framkvæmdarstjóra Fjallalambs, Sigurlínu J. Jóhannesdóttur fyrrum ullarmatskonu og bónda að Snartarstöðum 2 í Núpasveit, Kristjáni Þ. Halldórssyni starfsmanni Byggðastofnunar og íbúa á Kópaskeri, Páli Kr. Pálssyni lektor við HR og Silju Jóhannesdóttur þáverandi verkefnisstjóra Öxarfjarðar í sókn. Undirrituð, nýr verkefnisstjóri Öxarfjarðar í sókn hefur nú tekið við hlutverki Silju í hópnum og Páll Kr. Pálsson er ekki lengur hluti af verkefninu, að öðru leyti er hópurinn óbreyttur.
14.08.2018
Tilkynningar
Ísbjörn í Þistilfirði 2010. Mynd: Hilma Steinsdóttir/visir.is

Valið í matinn hans Bjössa

Á dögunum sást til ísbjarnar á Melrakkasléttu, eða að minnsta kosti töldu ferðalangar sig sjá ísbjörn og tóku til fótanna enda ekki víst að verða til frásagnar ef kynnin hefðu orðið nánari. Ferðlangarnir tilkynntu grun sinn til lögreglu og hefðbundið ferli fór í gang, leitarflokkar, þyrlur, fréttabirtingar og SMS viðvaranir.
25.07.2018
Tilkynningar
Á myndinni sést Sylvía landvörður á vakt í Álfhóli í gærkvöldi.

Álfhóll flytur af Möðrudalsöræfum

Nýtt upplýsingahús hefur verið tekið í notkun á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi, það er óvenju lífsreynt, svona miðað við hús almennt því það var áður staðsett á Möðrudalsöræfum og þar áður við jarðböðin í Mývatnssveit. Núna heitir húsið Álfhóll og mun það þjóna gestum tjaldsvæðisins en landverðir munu hafa viðveru í húsinu frá klukkan 17:00 og 22:00 alla daga fram í ágúst.
30.06.2018
Tilkynningar
Vel heppnuð Sólstöðuhátíð að baki

Vel heppnuð Sólstöðuhátíð að baki

Kópaskersbúar héldu sína árlegu bæjarhátíð um helgina og fyrir utan stórglæsilega dagskrá heiðraði blessuð sólin hátíðina með nærveru sinni. Dagskráin hófst kl. 19:00 á föstudagskvöldi við skólahúsið með ljóðalestri Guðrúnar Kristjánsdóttur fjallkonu en hún flutti ljóðið Sólstöðuþula eftir Ólöfu Sigurðardóttir frá Hlöðum með miklum glæsibrag.
25.06.2018
Tilkynningar
Kristín Gunnarsdóttir

Kristín komst í úrslit

Í gær voru úrslit í matvælasamkeppni Eims „Gerum okkur mat úr jarðhitanum“ kynnt í Hofi á Akureyri en tuttugu hugmyndir höfðu verið sendar í samkeppnina. Fjórar hugmyndir voru valdar til úrslita og átti Kristín Gunnarsdóttir í Sandfellshaga eina þeirra. Hugmynd Kristínar er þríþætt: • Nýta heita vatnið í firðinum til ræktunar á ýmsum jurtum. • Nýta jarðhitann til að knýja frostþurrkunarkerfi og þurrka jurtirnar. • Frostþurrka verðmætan innmat sem til leggst hjá Fjallalambi.
15.06.2018
Tilkynningar
Tryggvi Hrafn og Tomasz gengu rösklega til verks

Bilun hjá Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs 7. júní

Laust fyrir hádegi sl. fimmtudag féll þrýstingur á heita vatninu og mátti greina á eftirlitskerfi veitunnar að vatnstankurinn í dæluhúsi í Sandinum tæmdist hratt. Klukkan níu var vatnshæð eðlileg en á milli kl. tíu og ellefu var vatnið farið af veitunni, sjá línurit yfir vatnshæð. Við skoðun starfsmanna Sels sf kom í ljós að lögnin frá borholu Æ3 hafði bilað og nánar tiltekið var járnrör inn undir dæluhúsið og upp í tankinn svo illa tært að utan að botninn hafði því sem næst farið úr því eins og sjá má á mynd. Því miður var erfitt að greina þessa bilun fyrir fram þar sem rörið virtist alheilt að ofan.
11.06.2018
Tilkynningar
Aðalfundur Skjálftafélagsins

Aðalfundur Skjálftafélagsins

Nú er komið að aðalfundi Skjálftafélagsins en hann verður haldinn mánudaginn 4. júní kl. 19:30. Skjálftafélagið var stofnað þann 14. nóvember 2007 en það er félag áhugafólks um jarðskjálftasetur á Kópaskeri. Skjálftasetrið var svo opnað þann 17. júní 2009 og þar hefur Hólmfríður Halldórsdóttir staðið í stafni frá upphafi en hún hefur boðað starfslok í haust og bíður stjórn nú það vandasama verkefni að finna hæfan aðila til að feta í hennar spor.
29.05.2018
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Kópaskeri og Raufarhöfn

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Kópaskeri og Raufarhöfn

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ákveðið að bjóða upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Kópaskeri og Raufarhöfn miðvikudaginn 24. maí á eftirfarandi tímum: Kl. 10:00 – 11:00 á Kópaskeri – á skrifstofu Norðurþings Bakkagötu 10 Kl. 12:00 -13:00 Raufarhöfn – í ráðhúsinu.
22.05.2018
Tilkynningar
Dratthali á Sléttu

Dratthali á Sléttu

Guðmundur Örn Benediktsson náði í síðustu viku þessum fínu myndum af rebba þar sem hann spókaði sig við Hól á Slettu. Að sögn Guðmundur stoppaði refurinn við veginn og horfði á hann en fór síðan að huga að öðru og rölti sína leið. Samkvæmt þeim fróða vef Wikipediu eru karldýrin oftast nefnd steggur eða högni en einnig kemur fyrir að þeir séu nefndir refur. Kvendýrin eru nefnd læða eða bleiða en einnig kemur fyrir að þær séu nefndar tófur.
14.05.2018
Tilkynningar