Fréttir

Nýting villtra jurta

Hér kynnum við verkefnið „Nýting villtra jurta“ sem Kristín S. Gunnarsdóttir vann. Líkt og fram kemur hér að neðan hefur þetta verkefni orðið upphaf að öðru og stærra verkefni sem er afar spennandi. Það er aldrei að vita nema það verði einnig kynnt til sögunnar hér fljótlega.
Lesa meira

Kjötvinnsla á Gilsbakka

Næsta verkefni sem verður kynnt hér heitir „Kjötvinnsla á Gilsbakka“ óhætt er að segja að á komandi árum verður komin skemmtilegur áfangastaður og fjölbreytt starfsemi „þarna upp frá“ kjötvinnsla á Gilsbakka og ullarvinnsla á Gilhaga.
Lesa meira

Kynnisferð á Norðurhjarann í tengslum við Vestnorden

Undirbúningur fyrir verkefnið hófst á útmánuðum þegar ferðalýsing um Norðurhjarasvæðið var útbúin og send inn til kynningar. Þar var ferðin kynnt á heimasíðu ferðakaupstefnunnar Vestnorden og ferðaskrifstofur gátu skráð sig. Vegna stuðnings frá Öís var hægt að hafa ferðina endurgjaldslausa, sem var mikill kostur. Framboð af ferðum var mikið þessa sömu daga, bæði sunnanlands og norðan, austan og vestan og samkeppni um þátttakendur mikil.
Lesa meira

Tilkynning frá Hitaveitu Öxarfjarðar

Lesa meira

Mjúkull og spunaverksmiðja í Öxarfirði

Frumkvöðlaverkefni styrkt af Öxarfjörður í sókn. Spennandi nýjung!
Lesa meira

Kynning á verkefni Norðurhjara 2018- Áfangastaðaþing

Eitt af fjölmörgum verkefnum sem hafa verið styrkt af Öxarfjörður í sókn sem stuðlar að því að skapa hér framandi áfangastað.
Lesa meira

100 ára fullveldisafmæli - hátíð á Kópaskeri

Lesa meira

Viltu syngja með okkur?

Í dag, miðvikudaginn 21. nóvember verður haldin fyrsta söngæfing til að undirbúa aðventuhátíð á Kópaskeri 2. desember. Kórstjóri er Louise Price. Æfingin er í skólahúsinu á Kópaskeri kl. 18:00. Önnur æfing verður líklega 28. nóvember og svo 2. desember. Líflegur og skemmtilegur stjórnandi, mikið hlegið á æfingum. Má bjóða þér að vera með? Allir velkomnir. Kirkjukór Snartastaðasóknar
Lesa meira

Tónleikar í skólahúsinu á Kópaskeri sunnudaginn 25. nóv

Einu sinni á ágústkvöldi Úr smiðju Jónasar og Jóns Múla Árnasona Skólahúsinu á Kópaskeri, sunnudaginn 25. nóv. kl. 16:00 Fram koma: Þórhildur Örvarsdóttir söngur, Pálmi Óskarsson söngur og Helga Kvam píanó
Lesa meira

Spunaverksmiðja við Öxarfjörð

Það var við fyrstu úthlutun styrkja á vegum Öxarfjarðar í sókn, haustið 2016, sem áhugahópur um spunaverksmiðju við Öxarfjörð fékk rausnarlegan styrk til að þróa hugmyndina. Í fyrstu var hugmyndin að byggja stóra verksmiðju sem gæti framleitt mýkra band en hingað til hefur verið á markaðnum, úr íslenskri ull með íblöndu af Mongólskri ull. Hópurinn á þessum tíma samanstóð af þáverandi formanni Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga Einari Ófeigi Björnssyni, Birni Víkingi Björnssyni framkvæmdarstjóra Fjallalambs, Sigurlínu J. Jóhannesdóttur fyrrum ullarmatskonu og bónda að Snartarstöðum 2 í Núpasveit, Kristjáni Þ. Halldórssyni starfsmanni Byggðastofnunar og íbúa á Kópaskeri, Páli Kr. Pálssyni lektor við HR og Silju Jóhannesdóttur þáverandi verkefnisstjóra Öxarfjarðar í sókn. Undirrituð, nýr verkefnisstjóri Öxarfjarðar í sókn hefur nú tekið við hlutverki Silju í hópnum og Páll Kr. Pálsson er ekki lengur hluti af verkefninu, að öðru leyti er hópurinn óbreyttur.
Lesa meira