Fara í efni

Fréttir

Mjúkull og spunaverksmiðja í Öxarfirði

Mjúkull og spunaverksmiðja í Öxarfirði

Frumkvöðlaverkefni styrkt af Öxarfjörður í sókn. Spennandi nýjung!
11.12.2018
Tilkynningar
Spunaverksmiðja við Öxarfjörð

Spunaverksmiðja við Öxarfjörð

Það var við fyrstu úthlutun styrkja á vegum Öxarfjarðar í sókn, haustið 2016, sem áhugahópur um spunaverksmiðju við Öxarfjörð fékk rausnarlegan styrk til að þróa hugmyndina. Í fyrstu var hugmyndin að byggja stóra verksmiðju sem gæti framleitt mýkra band en hingað til hefur verið á markaðnum, úr íslenskri ull með íblöndu af Mongólskri ull. Hópurinn á þessum tíma samanstóð af þáverandi formanni Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga Einari Ófeigi Björnssyni, Birni Víkingi Björnssyni framkvæmdarstjóra Fjallalambs, Sigurlínu J. Jóhannesdóttur fyrrum ullarmatskonu og bónda að Snartarstöðum 2 í Núpasveit, Kristjáni Þ. Halldórssyni starfsmanni Byggðastofnunar og íbúa á Kópaskeri, Páli Kr. Pálssyni lektor við HR og Silju Jóhannesdóttur þáverandi verkefnisstjóra Öxarfjarðar í sókn. Undirrituð, nýr verkefnisstjóri Öxarfjarðar í sókn hefur nú tekið við hlutverki Silju í hópnum og Páll Kr. Pálsson er ekki lengur hluti af verkefninu, að öðru leyti er hópurinn óbreyttur.
14.08.2018
Tilkynningar
Ísbjörn í Þistilfirði 2010. Mynd: Hilma Steinsdóttir/visir.is

Valið í matinn hans Bjössa

Á dögunum sást til ísbjarnar á Melrakkasléttu, eða að minnsta kosti töldu ferðalangar sig sjá ísbjörn og tóku til fótanna enda ekki víst að verða til frásagnar ef kynnin hefðu orðið nánari. Ferðlangarnir tilkynntu grun sinn til lögreglu og hefðbundið ferli fór í gang, leitarflokkar, þyrlur, fréttabirtingar og SMS viðvaranir.
25.07.2018
Tilkynningar
Vel heppnuð Sólstöðuhátíð að baki

Vel heppnuð Sólstöðuhátíð að baki

Kópaskersbúar héldu sína árlegu bæjarhátíð um helgina og fyrir utan stórglæsilega dagskrá heiðraði blessuð sólin hátíðina með nærveru sinni. Dagskráin hófst kl. 19:00 á föstudagskvöldi við skólahúsið með ljóðalestri Guðrúnar Kristjánsdóttur fjallkonu en hún flutti ljóðið Sólstöðuþula eftir Ólöfu Sigurðardóttir frá Hlöðum með miklum glæsibrag.
25.06.2018
Tilkynningar
Kristín Gunnarsdóttir

Kristín komst í úrslit

Í gær voru úrslit í matvælasamkeppni Eims „Gerum okkur mat úr jarðhitanum“ kynnt í Hofi á Akureyri en tuttugu hugmyndir höfðu verið sendar í samkeppnina. Fjórar hugmyndir voru valdar til úrslita og átti Kristín Gunnarsdóttir í Sandfellshaga eina þeirra. Hugmynd Kristínar er þríþætt: • Nýta heita vatnið í firðinum til ræktunar á ýmsum jurtum. • Nýta jarðhitann til að knýja frostþurrkunarkerfi og þurrka jurtirnar. • Frostþurrka verðmætan innmat sem til leggst hjá Fjallalambi.
15.06.2018
Tilkynningar
Aðalfundur Skjálftafélagsins

Aðalfundur Skjálftafélagsins

Nú er komið að aðalfundi Skjálftafélagsins en hann verður haldinn mánudaginn 4. júní kl. 19:30. Skjálftafélagið var stofnað þann 14. nóvember 2007 en það er félag áhugafólks um jarðskjálftasetur á Kópaskeri. Skjálftasetrið var svo opnað þann 17. júní 2009 og þar hefur Hólmfríður Halldórsdóttir staðið í stafni frá upphafi en hún hefur boðað starfslok í haust og bíður stjórn nú það vandasama verkefni að finna hæfan aðila til að feta í hennar spor.
29.05.2018
Tilkynningar
Dratthali á Sléttu

Dratthali á Sléttu

Guðmundur Örn Benediktsson náði í síðustu viku þessum fínu myndum af rebba þar sem hann spókaði sig við Hól á Slettu. Að sögn Guðmundur stoppaði refurinn við veginn og horfði á hann en fór síðan að huga að öðru og rölti sína leið. Samkvæmt þeim fróða vef Wikipediu eru karldýrin oftast nefnd steggur eða högni en einnig kemur fyrir að þeir séu nefndir refur. Kvendýrin eru nefnd læða eða bleiða en einnig kemur fyrir að þær séu nefndar tófur.
14.05.2018
Tilkynningar
Melar

Kópasker í Landandum

Í Landanum sunnudagskvöldið 22. apríl mátti sjá Hildi Óladóttir húsfreyju á Melum segja frá sínu merkilega verkefni sem felst í að gera upp elsta íbúðarhúsið á Kópaskeri. Þar ætlar hún og fjölskylda hennar að selja gistingu og verður spennandi að sjá þetta fallega hús öðlast reisn og líf að nýju. Það er Jón Kristján bróðir Hildar sem hefur verið hennar helsta hjálparhella við endurbæturnar en að sögn hennar hafa fleiri fjölskyldumeðlimir lagt gjörva hönd á plóg. Og þó endurbætur séu komnar vel af stað er langur vegur eftir. Í sumar stendur til að byggja tvo heita potta fyrir neðan húsið en þeir munu vera aðgengilegir bæði bæjarbúum og gestum Mela, það verður ekki amalegt að skella sér í sjóinn og hlýja sér svo í heitum potti, nánast í flæðarmálinu.
23.04.2018
Tilkynningar
Metfjöldi umsókna

Metfjöldi umsókna

Fjórðu úthlutun á vegum verkefnisins Öxarfjörður í sókn er nú lokið en alls bárust tólf umsóknir. Til ráðstöfunar voru sjö milljónir en níu verkefni af tólf fengu styrk. Úthlutunarreglur eru í samræmi við verkefnislýsingu og skilaboð íbúaþings og voru umsóknir metnar á eftirfarandi flokkum á skalanum 1-5 og hæsta mögulega einkunn er 100.
23.03.2018
Tilkynningar
Ýmislegt á döfinni hjá Norðurhjara

Ýmislegt á döfinni hjá Norðurhjara

„Nú æjum við fyrst ögn”, áfangastaðaþing Norðurhjara verður haldið í Öxi á Kópaskeri föstudaginn 13. apríl kl. 13:00. Aðalefni fundarins verður kynning á endurskoðaðri áfangastaðaáætlun Norðurhjara, sem var fyrst gerð 2012 og 2013 en uppfærð í lok síðasta árs. Auk þess verða fleiri fyrirlestrar og innlegg, m.a. frá Minjastofnun Íslands. Verkefnið Öxarfjörður í sókn styrkir verkefnið. Dagskrá verður send út fljótlega, skráning á nordurhjari@simnet.is.
22.03.2018
Tilkynningar
Skjálftar nálægt Kópaskeri frá 1994

Jarðskjálftahrina á Grímseyjarbeltinu í febrúar

Mikil jarðskjálftavirkni mældist á svokölluðu Grímseyjarbelti í febrúarmánuði. Grímseyjarbeltið liggur frá Öxarfirði til norðvesturs að Kolbeinseyjarhrygg. Mikil jarðskjálftavirkni er alla jafna á Grímseyjarbeltinu en það er hluti af Tjörnesbrotabeltinu sem samanstendur einnig af Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og Dalvíkur misgenginu. Tjörnesbrotabeltið markar frekar flókna hliðrun á flekaskilunum milli Norðurgosbeltisins og Kolbeinseyjarhryggs.
15.03.2018
Tilkynningar