Fréttir

Sýn íbúa á lágmarksþjónustuþætti

Að skilgreina sýn íbúa á lágmarks þjónustuþætti í héraðinu og gildi Kópaskers sem þjónustukjarna ásamt því að ræða um gildi verslunar í heimahéraði (3.6) er eitt af starfsmarkmiðum Öxarfjarðar í sókn.
Lesa meira

Tilkynning frá Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs

Ágætu hitaveitunotendur, vegna skorts á heitu vatni biðlum við til notenda að reyna að spara heita vatnið eins og kostur er.
Lesa meira

Sólstöðuhátíð á Kópaskeri 2020

Framundan er Sólstöðuhátíð á Kópaskeri dagana 19-21. júní. Hátíðin verður í minni sniðum en venjulega að þessu sinni. Dagskrána má sjá hér að neðan.
Lesa meira

Sólstöðutónleikar Flygilvina

Sólstöðutónleikar Flygilvina Skólahúsinu á Kópaskeri, laugardaginn 20. júní kl. 17:00 Aladár Rácz flytur tónlist eftir helstu meistara tónbókmenntanna, með Ludwig van Beethoven í fararbroddi. Aladár hefur margsinnis heiðrað okkur með einstakri spilamennsku sinni en nokkuð er síðan hann hefur leikið einleik og er þessi heimsókn einkar kærkomin. Hann er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir afburða píanóleik og hefur leikið einleik með sinfóníuhljómsveit og unnið með fjölmörgum listamönnum og hópum síðustu ár.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki ÖÍS

Alþingi hefur ákveðið að veita auknum fjármunum í verkefnið Brothættar byggðir árinu 2020. Verkefnisstjórn hefur í ljósi þess ákveðið að framlengja áður auglýstan umsóknarfrest og eru nú 13,5 milljónir alls til ráðstöfunar í sjóðum Öxarfjarðar í sókn. Frestur til að sækja um er til sunnudagsins 10. maí 2020. Athugið að úr sterkustu umsóknunum mun verkefnisstjórn velja 1-2 umsóknir sem gefst færi á að sækja í svokallaðan Öndvegissjóð Brothættra byggða. Nánari upplýsingar á meðfylgjandi blaði frá Byggðastofnun.
Lesa meira

Stuðningur í nærsamfélagi

Viðbragðshópur Rauða krossins í Þingeyjarsýslu og samráðshópur um áfallahjálp í Þingeyjarsýslu boða til almenns fundar fyrir íbúa Kópaskers og nágrennsi vegna atburða nýliðins föstudagskvölds.
Lesa meira

Auglýst er eftir umsóknum um styrki - leiðrétting

Athugið að umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 3. mars. Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „Öxarfjörður í sókn“
Lesa meira

Fréttabréf Hitaveitu Öxarfjarðar

Hér má sjá fréttabréf frá Hitaveitu Öxarfjarðar.
Lesa meira

Kringum Lón í Kelduhverfi

Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir haustgöngu á morgun, laugardaginn 12. október, í kringum Lón í Kelduhverfi.
Lesa meira

Vekjum Snört!

Þá er komið að því að reyna rífa íþróttafélagið Snört aftur í fullann gang.
Lesa meira