Fara í efni

Fréttir

Melar

Kópasker í Landandum

Í Landanum sunnudagskvöldið 22. apríl mátti sjá Hildi Óladóttir húsfreyju á Melum segja frá sínu merkilega verkefni sem felst í að gera upp elsta íbúðarhúsið á Kópaskeri. Þar ætlar hún og fjölskylda hennar að selja gistingu og verður spennandi að sjá þetta fallega hús öðlast reisn og líf að nýju. Það er Jón Kristján bróðir Hildar sem hefur verið hennar helsta hjálparhella við endurbæturnar en að sögn hennar hafa fleiri fjölskyldumeðlimir lagt gjörva hönd á plóg. Og þó endurbætur séu komnar vel af stað er langur vegur eftir. Í sumar stendur til að byggja tvo heita potta fyrir neðan húsið en þeir munu vera aðgengilegir bæði bæjarbúum og gestum Mela, það verður ekki amalegt að skella sér í sjóinn og hlýja sér svo í heitum potti, nánast í flæðarmálinu.
23.04.2018
Tilkynningar
Þríleikurinn um Auði djúpúðgu

Þríleikurinn um Auði djúpúðgu

Vilborg Davíðsdóttir heimsækir Kópasker miðvikudaginn 11. apríl. Hún kynnir bækurnar sínar um Auði í Skjálftasetrinu kl. 20:00. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
07.04.2018
Tilkynningar
Kirknaganga við Öxarfjörð

Kirknaganga við Öxarfjörð

26.03.2018
Tilkynningar
Metfjöldi umsókna

Metfjöldi umsókna

Fjórðu úthlutun á vegum verkefnisins Öxarfjörður í sókn er nú lokið en alls bárust tólf umsóknir. Til ráðstöfunar voru sjö milljónir en níu verkefni af tólf fengu styrk. Úthlutunarreglur eru í samræmi við verkefnislýsingu og skilaboð íbúaþings og voru umsóknir metnar á eftirfarandi flokkum á skalanum 1-5 og hæsta mögulega einkunn er 100.
23.03.2018
Tilkynningar
Ýmislegt á döfinni hjá Norðurhjara

Ýmislegt á döfinni hjá Norðurhjara

„Nú æjum við fyrst ögn”, áfangastaðaþing Norðurhjara verður haldið í Öxi á Kópaskeri föstudaginn 13. apríl kl. 13:00. Aðalefni fundarins verður kynning á endurskoðaðri áfangastaðaáætlun Norðurhjara, sem var fyrst gerð 2012 og 2013 en uppfærð í lok síðasta árs. Auk þess verða fleiri fyrirlestrar og innlegg, m.a. frá Minjastofnun Íslands. Verkefnið Öxarfjörður í sókn styrkir verkefnið. Dagskrá verður send út fljótlega, skráning á nordurhjari@simnet.is.
22.03.2018
Tilkynningar
Skjálftar nálægt Kópaskeri frá 1994

Jarðskjálftahrina á Grímseyjarbeltinu í febrúar

Mikil jarðskjálftavirkni mældist á svokölluðu Grímseyjarbelti í febrúarmánuði. Grímseyjarbeltið liggur frá Öxarfirði til norðvesturs að Kolbeinseyjarhrygg. Mikil jarðskjálftavirkni er alla jafna á Grímseyjarbeltinu en það er hluti af Tjörnesbrotabeltinu sem samanstendur einnig af Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og Dalvíkur misgenginu. Tjörnesbrotabeltið markar frekar flókna hliðrun á flekaskilunum milli Norðurgosbeltisins og Kolbeinseyjarhryggs.
15.03.2018
Tilkynningar
Nýr merkimiði Fjallalambs

Upprunamerking og QR kóði

Fjallalamb hefur nú bætt við nafni á býli á merkimiða upprunamerktra afurða fyrirtækisins, áður var eingöngu númer framleiðenda. Á miðanum eru nú komnar upplýsingar um gripanúmer frá bónda, sláturdagsetningu, nafn og númer framleiðanda ásamt QR kóða þar sem neytandinn getur skannað með snjallsímanum sínum og nálgast þannig ýmsan fróðleik frá og um viðkomandi býli.
07.03.2018
Tilkynningar
Mynd: Guðmundur Örn Benediktsson

Fálki í Vörsluvík

Guðmundur Örn Benediktsson myndaði glæsilegan fálka í Vörsluvíkinni utan við Kópasker þann 28. febrúar. Fálkinn var litmerktur og reyndist kvenfugl sem kom úr eggi í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 2016.
02.03.2018
Tilkynningar
Göngu í Hvalvík frestað til 3. mars

Göngu í Hvalvík frestað til 3. mars

Næsta ganga Ferðafélagsins Norðurslóðar var ráðgerð á morgun, laugardaginn 24. febrúar. En vegna afleitrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta göngunni um viku, til laugardagsins 3. mars. Þá verður gengið í Hvalvík á Melrakkasléttu, norðan Snartastaðanúps. Við förum upp að Hestfallinu og skoðum fleira í nágrenninu. Hressandi útivist og skemmtilegar náttúrusmíðar. Mæting kl. 13:00 við Hvalvíkina.
23.02.2018
Tilkynningar
Áhugasamir fundargestir

Íbúar Öxarfjarðarhéraðs endurnýja framtíðarsýnina

Í lok janúar var haldinn íbúafundur í Lundi þar sem íbúar fóru yfir framtíðarsýn og markmið með verkefninu Öxarfjörður í sókn. Framtíðarsýnin sem sett var í upphafi verkefnisins stendur óbreytt sem og meginmarkmiðin en nokkur starfsmarkmið voru aðlöguð eða uppfærð og örlítið bættist við.
22.02.2018
Tilkynningar
Sveitamessa í Skinnastaðarkirkju

Sveitamessa í Skinnastaðarkirkju

Sunnudagskvöldið 11. febrúar næstkomandi mun fara fram nokkuð óhefðbundin guðsþjónusta í Skinnastaðarkirkju, svokölluð sveitamessa. Það verða þeir Hafsteinn Hjálmarsson og Tryggvi Hrafn Sigurðsson sem mæta með gítarana og flytja nokkur létt lög í sveitasöngvastíl.
08.02.2018
Tilkynningar
Opið fyrir umsóknir

Opið fyrir umsóknir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum Öxarfjarðar í sókn og er frestur til að sækja um til sunnudagsins 4. mars kl. 21:00. Þetta er fjórða úthlutun í verkefninu og hingað til hafa fjögur til fimm verkefni fengið styrki við hverja úthlutun.
06.02.2018
Fréttir