Fréttir

Opið fyrir umsóknir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum Öxarfjarðar í sókn og er frestur til að sækja um til sunnudagsins 4. mars kl. 21:00. Þetta er fjórða úthlutun í verkefninu og hingað til hafa fjögur til fimm verkefni fengið styrki við hverja úthlutun.
Lesa meira

Spennandi tækifæri á Raufarhöfn - Tvö störf í boði fyrir öfluga einstaklinga

Raufarhöfn hefur undanfarin ár verið þátttakandi í byggðaeflingar-verkefninu Raufarhöfn og framtíðin og hafa mörg skref verið stigin í uppbyggingu á svæðinu. Vegna þessarar uppbyggingar eru nú meðal annars tvö störf í boði fyrir áhugasama um uppbyggingu þorp­sins á sviði atvinnu- og samfélagsþróunar og í tengslum við náttúru­rannsóknir. Í þorpinu er nægjanlegt framboð af húsnæði, heilbrigðis-þjónusta, leik- og grunnskóli, dagvöruverslun, banki og pósthús.
Lesa meira

Stórkostlegur árangur í Bréf til bjargar lífi árið 2017

Í desember fór fram hið árlega bréfamaraþon Amnesty International, eða Bréf til bjargar lífi eins og verkefnið nefnist nú. Tvo föstudaga í desember var hægt að skrifa undir í Skerjakollu á Kópaskeri og var skrifað undir rúmlega 200 bréf.
Lesa meira

Íbúafundur í Lundi

Nú er byggðaþróunarverkefnið Öxarfjörður í sókn hálfnað í tíma, þá er gott að staldra við og fara yfir stöðuna. Verkefnið hófst með íbúafundi og línurnar lagðar af íbúum, þær voru yfirfarnar á íbúafundi í janúar 2017 og nú er rétt að taka stöðuna aftur.
Lesa meira

Þorrablót á Kópaskeri

Kópasker er kúl segir í Kópasker the Musical og á laugardaginn kemur, þann 20. janúar er efnt til hins árlega þorrablóts í íþróttahúsi staðarins. Það er hljómsveit Einars Höllu og félagar sem leika fyrir dansi og greifinn Sveinbjörn Grétarsson hefur tekið að sér veislustjórn. Fjallalamb kokkar til glæsilegt þorrahlaðborð sem mun engan svíkja.
Lesa meira

Skerjakolla með puttann á púlsinum

Hvetjum strákana til sigurs í Skerjakollu á Kópaskeri
Lesa meira

Með aðsetur í stjórnsýsluhúsinu

Verkefnastjóri Öxafjarðar í sókn hefur nú komið sér fyrir í Stjórnsýsluhúsinu og til viðtals á venjulegum skrifstofutíma.
Lesa meira

Þeir koma aftur- DUO ULTIMA

Skólahúsinu á Kópaskeri, föstudaginn 6. október kl. 20:30
Lesa meira

Atvinnulíf 2018- Samtök atvinnulífsins

Afar áhugaverður fundur í fyrramálið á Akureyri sem Samtök atvinnulífsins standa fyrir. Horft verður talsvert til dreifðari byggða og spáð í spilin fyrir árið 2018 hvað varðar atvinnulíf.
Lesa meira

Mýkri ull – þróunarverkefni í Öxarfjörður í sókn

Fundur Dagsetning: 30. ágúst Tími: 20:00 Staðsetning: Grunnskólanum Lundi
Lesa meira