Fréttir

Fundur um böð í Öxarfjarðarhéraði

Áhugamannahópur um að koma á fót náttúrubaðstað í Öxarjarðarhéraði boðar til fundar. Fundurinn verður í Lundi fimmtudaginn 6. apríl kl 20:00. Markmið fundarins er að halda áfram með hugmynda-og greiningarvinnu varðandi fyrstu skref í átt til uppbyggingar náttúrubaða í Öxarfjarðarhéraði. Hvetjum alla þá sem hafa áhuga á uppbyggingu í héraðinu til þess að mæta.
Lesa meira

Árshátíð Öxarfjarðarskóla

Árshátíð Öxarfjarðarskóla verður haldin í Skúlagarði föstudaginn 31.mars og hefst skemmtunin kl 19:00. Dagskráin er fjölbreytt og koma allir nemendur skólans fram ásamt elstu nemendum leikskólans.
Lesa meira

Frjálsíþróttamaður HSÞ

Á nýliðnu ársþingi HSÞ voru veittar viðurkenningar fyrir íþróttamenn ársins og hvatningarverðlaun fyrir síðastliðið ár. Annað árið í röð kemur frjálsíþróttamaður ársins úr héraði. Í fyrra var það Snæþór Aðalsteinsson á Víkingavatni sem hlaut heiðurinn, en í ár er það Unnar Þór Hlynsson spretthlaupari í Heiðarbrún sem varð fyrir valinu.
Lesa meira

Öxarfjörður í sókn- styrkir

Verkefnisstjórn í „Öxarfjörður í sókn“ auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki í verkefni sem falla að áherslum ofangreinds verkefnis.
Lesa meira

Hestamannafélagið Feykir

Firmakeppni verður haldin laugardaginn 1. apríl 2017 við Kópasker.
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður- viðtalstímar og vinnustofur

Viðtalstímar og vinnustofur varðandi umsóknaskrif fyrir Uppbyggingarsjóð. Athugið að það þarf að skrá sig. Ef enginn skráir sig þá verður ráðgjafi ekki á staðnum.
Lesa meira

Hraust 2017

Magnea Dröfn Hlynsdóttir er með tíma í íþróttahúsinu í Lundi á þriðjudögum og fimmtudögum.
Lesa meira

Aðalfundur Framfarafélagsins og íbúafundur Öxarfjarðar í sókn

Klukkan 17:00 byrjar aðalfundur Framfarafélagsins og klukkan 18:00 hefst svo íbúafundur.
Lesa meira

Ný vefsíða fyrir Öxarfjarðarhérað!

Fyrir um ári var ákveðið að fara af stað með það verkefni að fá nýja vefsíðu fyrir Öxarfjarðarhérað. Mikilvægt er að fyrir svæðið sé góð síða í boði til að koma upplýsingum á framfæri ásamt því að þar er hægt að setja inn allskonar aðrar fréttir sem tengjast svæðinu.
Lesa meira