Árshátíð Öxarfjarðarskóla

Árshátíð Öxarfjarðarskóla verður haldin í Skúlagarði föstudaginn 31.mars og hefst skemmtunin kl 19:00.
Dagskráin er fjölbreytt og koma allir nemendur skólans fram ásamt elstu nemendum leikskólans.
Yngri deild sýnir leikþátt um Mjallhvíti og dvergana sjö.
Miðdeild sýnir frumsamið leikverk sem nefnist Töfraspegillinn.  
Unglingadeildin sýnir fjóra einþáttunga; Afann, Saga Class, Efri árin og Útvarpsþáttinn.
 
Miðaverð:
-2.500 kr fyrir fullorðna
-1.500 kr fyrir börn 6-16 ára
-frítt er fyrir börn á leikskólaaldri.
Innifalið í miðaverði er kaffihlaðborð í hléi. 
 
Allir eru hjartanlega velkomnir
 
ps. ekki er tekið við kortum