Fara í efni

Breyting á viðverutíma SSNE vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð

Þar sem almannvarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna Covid-19 verðum við að laga áður auglýstan viðverutíma vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð að nýjum aðstæðum. Við verðum öll að gæta ítrustu varkárni og leggja okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við veiruna. Þar er ein af megináherslunum að lágmarka samgang fólks á milli. Því bjóðum við nú rafræna aðstoð til allra þeirra sem hyggjast sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð en hægt er að bóka tíma hjá ráðgjöfum SSNE í gegnum tölvupóst eða í síma 464 5400. Opið er fyrir umsóknir til 4 nóvember og ekki er útilokað að við heimsækjum áður auglýsta staði áður en fresturinn rennur út, en til þess þarf neyðarstigi að vera aflétt. Um leið og við þökkum skilning á þessum nauðsynlegu breytingum, viljum við hvetja ykkur öll sem hafið góðar hugmyndir í pokahorninu að hafa samband og bóka tíma til að fá hjálp við undirbúning eða frágang umsóknar. Það voru mörg áhugaverð verkefni sem fengu styrk úr Uppbyggingarsjóði á þessu ári en hér má sjá lista yfir þau. Verður þitt verkefni á listanum 2021?

Við hlökkum til að heyra frá ykkur.

Ari Páll aripall@ssne.is Verkefnastyrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar

Rebekka rebekka@ssne.is Verkefnastyrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar

Vigdís vigdis@ssne.is Verkefnastyrkir á sviði menningar & stofn-og rekstrarstyrkir á sviði menningar