Fara í efni

Frjálsíþróttamaður HSÞ

Á nýliðnu ársþingi HSÞ voru veittar viðurkenningar fyrir íþróttamenn ársins og hvatningarverðlaun fyrir síðastliðið ár. Annað árið í röð kemur frjálsíþróttamaður ársins úr héraði. Í fyrra var það Snæþór Aðalsteinsson á Víkingavatni sem hlaut heiðurinn, en í ár er það Unnar Þór Hlynsson spretthlaupari í Heiðarbrún sem varð fyrir valinu. Krakkar hér á svæðinu hafa verið mjög duglegir að sækja frjálsíþróttaæfingar til Húsavíkur á veturnar og margir hverjir í Lauga á sumrin þótt að um langan veg sé að fara. Í vetur hafa allt að níu krakkar sótt þessar æfingar. Það er frábær þátttaka því þetta er uppundir þriðjungur allra barna á grunnskólaaldri á svæðinu.