Göngu í Hvalvík frestað til 3. mars

Næsta ganga Ferðafélagsins Norðurslóðar var ráðgerð á morgun, laugardaginn 24. febrúar. En vegna afleitrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta göngunni um viku, til laugardagsins 3. mars.


Þá verður gengið í Hvalvík á Melrakkasléttu, norðan Snartastaðanúps. Við förum upp að Hestfallinu og skoðum fleira í nágrenninu.

Hressandi útivist og skemmtilegar náttúrusmíðar. 

Mæting kl. 13:00 við Hvalvíkina.