FRESTAÐ - Hugarró - Margrét Árnadóttir 26. mars kl 20:30 í Skólahúsinu á Kópaskeri

Flutt verða lög af nýútkominni plötu Hugarró. Hug­arró er geisla­diskur með 11 vel völdum bæna­lögum sem hafa verið útsett með það fyrir augum að ná fram ákveðnum hug­leiðslu­blæ og þannig und­ir­strika tengsl hug­leiðslu og bæn­ar. Hug­arró er fyrsta sóló­plata Mar­grétar Árna­dóttur söng­konu og mun hluti af ágóð­anum renna til Píeta sam­tak­anna á Akur­eyri, sem sinna for­varn­ar­starfi gegn sjálfs­vígum og sjálfs­skaða. Um útsetn­ingar og hljóð­færa­leik sá Krist­ján Edel­stein gítar­leik­ari. Ásamt Margréti koma fram á tónleikunum gítarleikararnir Kristján Edelstein og Daniele Basini.

Miðaverð kr. 2.000, ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri og yngri
Því miður er ekki hægt að taka við greiðslum með korti. Munið sóttvarnir

Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð, með stuðningi Uppbyggingarsjóðs