Fara í efni

Íbúafundur hverfisráðs Öxarfjarðar

Hverfisráð Öxarfjarðar boðar til íbúafundar 18. ágúst kl. 18:30 á dagskrá eru:
- Leikskólamál á Kópaskeri
- Önnur mál
Kl. 19:30-20:00 verður súpuhlé til að fólk fari hresst og nært inn í seinni hluta fundarins.
Eftir hlé verður fundurinn opinn öllum þeim sem hafa áhuga á því að ræða mögulegan vindorkugarð að Hnotasteini og hugsanleg breyting á aðalskipulagi Norðurþings. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings verður með inngang.
Staðsetning: Íþróttahúsið á Kópaskeri
Á fundinn mæta kjörnir fulltrúar úr sveitarstjórn Norðurþings.

Hverfisráð Öxarfjarðar