Fara í efni

Íbúafundur Öxarfjarðar í sókn 29. jan kl 18

Verkefnið Öxarfjörður í sókn auglýsir íbúafund þann 29. janúar klukkan 18:00-22:00 í Lundi, Öxarfirði.

 

Á íbúafundinum verður farið yfir stöðu starfsmarkmiða og þau endurskoðuð ef þurfa þykir. Afar mikilvægt er að sem flestir mæti og taki þátt í þeirri vinnu, þannig að útkoman endurspegli sem best skoðanir íbúa héraðsins.

 

Matarhlé verður gert klukkan 19:00 til að fólk fari hresst og nært inn í seinni hluta fundarins. Vonumst til að sjá sem flesta. 

(Óhætt er að koma inn á fundinn hvenær sem er. )

 

 

Kveðja,

Charlotta Englund

Verkefnisstjóri Öxarfjarðar í sókn

 

Öxarfjörður í sókn
Brothættar byggðir