Fara í efni

Ræsting húseigna Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi

Auglýsing frá Vatnajökulsþjóðgarði:
 
 
Ræsting húseigna Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi.
 
Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir tilboðum í ræstingar á salernum þjóðgarðsins í Ásbyrgi. Um er að ræða hefðbundna ræstingu á snyrtingum í Gljúfrastofu, á tjaldsvæðinu og í snyrtihúsum nærri Botnstjörn.
 
Þjónusta skal húseignirnar alla daga á tímabilinu 1. júní til 30. september 2022, með möguleika á að stytta eða lengja tímabilið samkvæmt samkomulagi. Ítarlegri lýsing á verkefninu er á vef þjóðgarðsins: www.vjp.is
 
Tilboðslýsing og frekari upplýsingar fást hjá Guðmundi Ögmundssyni í síma 470-7101, netfang: gudmundur.ogmundsson@vjp.is
 
Tilboðsfrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 11. febrúar 2022.