Fara í efni

Sólstöðuhátíð 2017- Dagskrá

Dagskráin á facebook. 

Föstudagur 23. júní

19:00 Kjötsúpa við Skjálftasetrið- allir velkomnir!

20:30 Sólstöðutónleikar Flygilvina - Í dag skein sól, Margrét Árnadóttir sópran og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir píanóleikari, flytja fallega og fjölbreytta dagskrá sönglaga. 2000 kr. inn og ekki posi á staðnum. Skólahúsinu á Kópaskeri. 

23:30 Gengið inn í Jónsmessunóttina í Sólstöðugöngu. Gengið verður á Rauðanúp á Melrakkasléttu. Farið frá Núpskötlu og gangan tekur um klukkustund

Laugardagur 24. júní

13:00 Söguganga- Fríða leiðsegir í sögugöngu um þorpið. Lagt af stað frá Skólahúsinu á Kópaskeri- Skjálftasetrinu

13:00-15:00 Kajakprófun við höfnina

14:00- 17:00 Kvenfélagið Stjarnan verður með kaffisölu í Stórumörk. Handverkssýning eldri borgara og kvenfélagskvenna einnig á sama stað á sama tíma. Engin posi á staðnum

19:00 Grillveisla Fjallalambs. Úrvals kjöt og veitingar í boði gegn vægu gjaldi- Vonumst til að sjá sem flesta! 

Föstudag og laugardag

Yst- Gagnvirka Braggasýningin Ubuntu er opin alla Sólstöðuhátíðina á Skerinu frá föstudegi til sunnudags kl. 11- 17 Velkomin – ókeypis inn 

Listasýning barnanna- Málverk og myndir barna í grunn– og leikskólanum verða til sýnis um allt þorp 

Allir velkomnir báða dagana og nóg að mæta með brosið :) 

Kveðja Framfarafélagið.