Þeir koma aftur- DUO ULTIMA

Aladár Rácz og Guido Bäumer flytja verk fyrir píanó og saxófón. Þeir félagar eru íbúum héraðsins að góðu kunnir en þeir voru meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem tóku þátt í vígslutónleikum flygilsins okkar 2005.

Verið hjartanlega velkomin á þessa aðra tónleika Flygilvina í tónleikaröð ársins til að hlusta á tvo afburða listamenn.

Miðaverð er kr 2.000 en ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Því miður er ekki er unnt að taka við greiðslu með kortum.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Flygilvina 2017, „Við gefumst ekki svo auðveldlega upp“, sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Tónlistarsjóði.

Skólahúsinu á Kópaskeri, föstudaginn 6. október kl. 20:30

Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð