Þríleikurinn um Auði djúpúðgu

Vilborg segir frá tilurð bókanna um Auði djúpúðgu og sögusviði þeirra. 
Erindið verður haldið í Skjálftasetrinu á Kópaskeri miðvikudagskvöldið 11. apríl kl. 20:00.
Í "Blóðugri jörð" lýkur Vilborg þríleiknum um Auði djúpúðgu, konuna sem á engan sinn líka í landnámssögu Íslands, með sjálfstæðri sögu um siglinguna yfir hafið. Fyrri bækurnar tvær, Auður og Vígroði, hlutu fádæma góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda og var sú fyrri tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. 
Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.
Viðburðurinn er á vegum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga