Fara í efni

Uppáhalds lögin okkar

Uppáhalds lögin okkar eru tónleikar fyrir alla fjölskylduna. Píla Pína,
Skilaboðaskjóðan, Phocahontas, Daði og Gagnamagnið og svo mörg
önnur lög munu hljóma 1. júlí kl 17:30 á Kópaskeri. Ívar Helgason
söngvari, Jónína Björt Gunnarsdóttir söngkona og Valmar
Väljaots píanóleikari með meiru munu flytja fjölbreytta tónlist úr
teiknimyndum, ævintýrum og uppáhalds tónlistinni okkar allra í dag.
Gleði, dans og svo veit maður í raun ekkert hvar þetta endar allt saman.
Við vitum bara að eins og öll ævintýri enda að þá munu þessir tónleikar
enda vel.
Miðaverð kr. 2.500, ókeypis fyrir börn á
grunnskólaaldri og yngri
Því miður er ekki hægt að taka við
greiðslum með korti.
Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð,
með stuðningi Uppbyggingarsjóðs