Fara í efni

Menningar og hrútadagar

Á hverju ári eru haldnir menningardagar sem enda á Hrútadögum, fyrsta laugardag í október. Mikið er um að vera í þorpinu þessa daga og án efa gaman að koma og upplifa menningu íbúa á þennan hátt.

Menningarvikan er sprengfull af viðburðum alla daga fyrir íbúa og gesti. Fastir liðir eru barsvar, tónleikar, kaffisamsæti, bíó og ýmislegt fleira. Hér má sjá dagská 2018 A Hér má sjá dagskrá 2018 B

Á hrútadaginn koma bændur í Norður-Þingeyjarsýslu saman til að sýna og selja afurðir sínar, og endar sú sala oftast með uppboði

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sölubásar með ýmsan varning.                                                                      Keppt er besta skrokkgæða lambhrút svæðisins. Farandbikar fyrir besta hrútinn.

Skrokkasýning og úrbeining
Barnadagskrá - Gimbra fegurðarsýning og margt fleira. 

Facebook síða hrútadagsins hér