Fara í efni

Hverfastríð

Á árunum kringum 1960 voru „blóðug stríð“ háð á Raufarhöfn á milli tveggja hverfa,  Holtara og Sandara. Holtarar bjuggu fyrir sunnan Kaupfélagið sem stendur niður við sjó og Sandarar upphaflega úti í Sandi, en nafnið fluttist svo upp í nýtt hverfi, Ásgötu. Þó voru þessi mörk eitthvað óljós því í einu húsi bjuggu bræður og var annar Holtari en hinn Sandari. Engan sakaði að ráði í þessum stríðum þó að stundum hafi fólk verið tekið til fanga.